top of page

Um mig

Síðastliðinn áratug hef ég starfað sem einka- og styrktarþjálfari og á þeim tíma opnað og rekið tvær æfingastöðvar, eina á Akranesi þar sem ég bý og aðra í Reykjavík. Ég hef víðtæka reynslu á sviði þjálfunar hópa og íþróttaliða þar sem draga þarf fram styrkleika hvers og eins, þjálfa, þróa og hvetja áfram í átt að árangri. Að auki hef ég séð um að þjálfa upp og þróa aðra einka- og styrktarþjálfara sem margir sinna stórum hlutverkum í íþróttalífinu í dag. Markþjálfun er púslið sem gerir það að verkum að púsl fyrri reynslu smella saman. Í teymis- og markþjálfun get ég nýtt fyrri reynslu og þekkingu á stjórnun, auk reynslu við þjálfun síðasta áratuginn í samskiptum við einstaklinga og teymi. Alveg hreint magnað!

 

Ég hef lokið grunn- og framhaldsnámi við Háskólann á Bifröst, er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á markaðssamskipti og er með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun. Í námi mínu á Bifröst vann ég rannsókn um leiðtogamennsku í teymum þar sem samskipti innan íþróttaliða voru skoðuð í samhengi þjónandi forystu (e. servant leadership). Niðurstöður rannsóknarinnar má yfirfæra á flest önnur teymi hvort sem þau eru innan félagasamtaka, fyrirtækja eða annarra skipulagsheilda.

 

Eftir fjörugan áratug í lífi, námi og starfi hef ég hægt aðeins á mér. Ég legg áherslu á að verja meiri tíma í núinu með fjölskyldu og vinum þó sprettirnir séu enn hraðir þess á milli. Í dag starfa ég sem stundakennari við Háskólanum á Bifröst samhliða teymis- og markþjálfun, þar sem ég kem að kennslu í mannauðsstjórnun og kenningum í leiðtogafræðum. Ég starfa einnig sem leiðbeinandi í námi í markþjálfun hjá Virkja.

 

Ég er virk í félagsstörfum og sit meðal annars í stjórn FKA Vesturland (Félag kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi) þar sem markmiðið er að styðja við öflugar konur í atvinnulifinu á Vesturlandi.

Rúna Björg í upphitun fyrir Kvennahlaupið árið 2014

Vöxtur - Heiðarleiki - Heilbrigði

eru mikilvæg gildi í lífi mínu og reyni ég af fremsta megni að flétta þeim inn í allt sem viðkemur lífi og starfi.

Menntun

Meistaranám í Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst

BSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst

Grunn- og framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus

- Alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi af ICF (International Coaching Federation)

Certified NBI practitioner & 360° coach

ÍAK einka- og styrktarþjálfari

associate-certified-coach-acc.png
bottom of page