top of page

Teymisþjálfun

Árangursrík teymisvinna verður ekki til áreynslulaust.

 

Upplifir teymið þitt sálrænt öryggi? - þar sem teymismeðlimum líður vel með að segja sína skoðun, deila upplýsingum og vera opin við hvert annað án ótta við afleiðingar? 

Er þitt teymi með skýrt og markvisst vinnukerfi?

Er teymið samstillt um hvað það gerir, af hverju, fyrir hverja og hvernig?

"Teymi er litill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang og markmið, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni."

Í árangursríkum teymum

  • Upplifa meðlimir teymisins öryggi til að taka áhættur og vera berskjaldaðir fyrir framan hver aðra.

  • Eru teymismeðlimir háðir hver öðrum og virða það.

  • Hafa teymismeðlimir skýr hlutverk, plön og markmið.

  • Er vinnan persónulega mikilvæg fyrir meðlimi teymisins.

  • Vilja teymismeðlimir að vinnan þeirra hafi áhrif og skipti máli

Teymisþjálfun er

  • Bein samskipti við teymi til að hjálpa meðlimum þess að nýta sameiginlega getu sína á samstilltan og verklegan hátt við vinnu teymisins.

  • Að hjálpa teyminu að bæta frammistöðu sína og þá ferla sem bæta frammistöðu með ígrundun og samræðum.

  • Gera teyminu kleift að verða meira en summa partanna, með því að skýra tilgang þess og bæta tengsl innan og út fyrir teymið.

  • Er samskapandi ígrundunarferli með teymi um dýnamík þess og tengsl, sem hvetur teymið til að hámarka eiginleika sína og möguleika, svo það nái markmiðum sínum og tilgangi.

1_edited.jpg

Við í sameiningu

  • Gerum samning um hvað teymið vill ræða og fá út úr teymisþjálfuninni í heild sinni sem og út úr hverjum fundi​

  • Gerum samning um lengd og uppsetningu teymisþjálfunar

  • Skulbindum okkur til að leggja okkar af mörkum til að ná settu marki.

  • Eigum heiðarleg og opin samskipti ​

  • Stuðlum að sálrænu öryggi​

  • Byggjum á trausti og trúnaði

  • Greinum núverandi stöðu, styrkleika og tækifæri til vaxtar

  • Setjum upp skýrt aðgerðarplan

  • Fylgjum breytingunum eftir og festum í sessi

  • Sköpum sjálfbærni til lengri tíma litið.

Mögulegur ávinningur

  • Sameiginleg, skýr framtíðarsýn

  • Vel skilgreind markmið

  • Skýrari staða teymis

  • innsýn í styrkleika og tækifæri

  • Aðgerðarplan

  • Meiri samvinna

  • Bætt samskipti

  • Sjálfbærni

  • Aðlaðandi vinnustaður

  • Aukin starfsánægja

4.png
bottom of page