top of page

Teymisþjálfun

Viltu sjá betri árangur í samskiptum, meiri liðsheild og aukna framleiðni?

IMG_0428_edited.jpg

RÚNA BJÖRG

TEYMISÞJÁLFARI | ACC MARKÞJÁLFI

Leiðbeinandi í markþjálfanámi VIRKJA

ICF_Member.png

Teymisþjálfun er vegferð þar sem samsköpun og ígrundun á sér stað um dýnamík teymisins og tengsl sem hvetur teymið til að hámarka eiginleika sína og möguleika í átt að árangri.​Í teymisþjálfun lærir teymið að vinna saman með skýrari sýn á tilgang og markmið, sterkari tengslum og jákvæðari samskiptum. Teymisþjálfari styður við teymi í að setja sameiginleg markmið og leysa áskoranir með uppbyggilegum og lausnamiðuðum aðferðum. Teymisþjálfari eflir sjálfsskoðun, veitir endurgjöf og hjálpar til við að nýta styrkleika hvers og eins. Hann stuðlar að auknum aga og ábyrgð innan teymis á meðan vinnunni stendur og stuðlar að vexti og þróun bæði faglega og persónulega.

Hvað færðu?

Skýra sýn: Sameiginleg sýn á tilgang og markmið.

Betri samskipti: Aðferðir til að byggja upp traust og opna á dýpri samtöl.

Aukin teymisorka: Aðferðir til að nýta styrkleika hvers og eins í teyminu.

Lausnamiðað hugarfar: Lærðu hvernig teymið tekst á við áskoranir á uppbyggilegan hátt.

Niðurstaðan? Betri liðsheild, minni árekstrar og meira sjálfstraust innan teymisins.

Hvernig virkar þetta?

Skref 1 - Greining og samkomulag: 

Við byrjum á að meta núverandi stöðu, hver þörfin er og setja markmið með teymisþjálfuninni. Til þess notum við ýmis tól, eins og fundi, viðtöl, kannanir. Að því loknu er gert samkomnulag og tímalínan mótuð. 

Skref 2 - Framkvæmd:

Út frá þarfagreiningu og markmiðum mótast framkvæmdarferlið, en teymisþjálfari kemur inn í aðstæður eftir þörfum, með vinnustofu, formaða teymisfundi, situr inn á hefðbundnum fundum og stígur inn eftir þörfum eða vinnur 1-1 með teymisleiðtoga og teymismeðlimum.

Skref 3 - Lok og rýni:

Við metum stöðuna í lokin, hvaða árangri við höfum náð og drögum fram lærdóm. Eitt af megin markmiðum teymisþjálfunar er að vinna í átt að sjálfbærni teymisins og munum við því leggja drög að þeim skrefum sem teymið getur unnið sjálft í framhaldinu. 


Skref 4 - Framhaldsstuðningur:

Kjósi teymi áframhaldandi stuðning má segja að ferlið byrji nokkurnveginn upp á nýtt, þar sem við gerum nýtt samkomulag og mótum nýtt þjálfunartímabil út frá þörfum og stöðu teymisins þá stundina. 

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar eða bóka þjálfun fyrir teymið þitt.

📧 Tölvupóstur: runa@virkja.is
📞 Sími: +354 8657993

Erum við "match"?

Með áralanga reynslu í að byggja upp og styrkja teymi, hvort sem það er líkamlega í heimi íþróttanna eða hugarfarslega. Hef stofnað og rekið fyrirtæki og unnið við stjórnun teyma, rekstur og þjálfun því tengdu. Síðustu 8 árin hef ég kafað ofan í stjórnunar- og leiðtogafræðin og hef ég einlægan áhuga á að styðja við og skapa rými til vaxtar á þeim sviðum.

 

Þó ég hafi ýmis verkfæri í pokahorninu finn ég að mínum kröftum er best varið þar sem vinna þarf með mannlega þáttinn - samvinnu, traust og öryggi. Ég er næm á það óáþreifanlega, þjálfuð í virkri hlustun og beinum tjáskiptum og á auðvelt með að skapa rými fyrir erfiðu samtölin sem þurfa að eiga sér stað svo teymi nái árangri. 

Ég legg áherslu á að miðla og nýta hagnýtar aðferðir með það að leiðarljósi að teymi verði sjálfbært í sinni samvinnu sem allra fyrst. 

Ég er ACC vottaður markþjálfi og hef farið í gegnum nám með AATC vottun (e. Advance Accreditation in Team Coaching) frá ICF (e. International Coaching federation) og starfa í samræmi við siðareglur þeirra og staðla. Ég er á vegferðinni í átt að ACTC vottun (e. Advanced Certification in Team Coaching) - á fleygi ferð!

 

Ertu ekki viss hvort ég sé sú sem þú leitar að í verkefnið? 

Þetta er eins og með líkamlegu þjálfunina, það eru ekki allir allra. 

Heyrðu í mér, við finnum það strax í fyrsta samtali hvort þetta er "match". 

📧 Tölvupóstur: runa@virkja.is

📞 Sími: +354 8657993

bottom of page