top of page

Markþjálfun

Markþjálfun er samtal og samvinna markþjálfa og markþega. Uppsetning samtalsins byggir á ákveðnu formi markþjálfunar en markþegi leggur til umræðuefnið hverju sinni.

 

Markþjálfinn gefur ekki ráð en spyr krefjandi spurninga og nýtir sér ýmis verkfæri markþjálfunar sem hvetja markþegann til að rýna dýpra í eigin þarfir, langanir og markmið.

Markþjálfun er

 • Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri og auka skilvirkni.

 • Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa fólki að öðlast skýrari framtíðarsýn

 • Markþjálfun opnar augu fólks fyrir því hvernig það getur nýtt styrkleika sína til að raungera eigin sýn.

 • Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans opnar á nýjar lausnir og tækifæri.

Markþjálfun er EKKI

 • Markþjálfi tekur ekki af fólki ábyrgð með því að gefa ráð. 

 • Markþjálfi tekur ekki afstöðu eða myndar sér skoðun á því málefni sem rætt er hverju sinni.

 • Markþjálfi vinnur ekki í tilfinningadrifinni fortíð. 

 • Markþjálfi er ekki kennari eða mentor.

2_edited_edited.jpg

Samtalið

 • Traust er grundvöllur þess að samtalið nái flugi. Grunnurinn að því er gagnkvæm virðing, heiðarleiki og opin samskipti.

 • Báðir aðilar skuldbinda sig til að leggja sitt af mörkum

 • Í upphafi samtals gera markþjálfi og markþegi með sér samning um hvað það er sem markþegi vill fá út úr markþjálfuninni.

 • Við stefnum alltaf á vitundarsköpun og vöxt þar sem markþegi öðlast skýrari framtíðarsýn og leiðir að settu marki.

Mögulegur ávinningur

 • ​Vöxtur í starfi og einkalífi.

 • Aukin sjálfsþekking.

 • Þekking á eigin styrkleikum og gildum.

 • Skýrari sýn á hvað viðkomandi getur lagt til teymisvinnunnar.

 • Sterkari leiðtogafærni.

 • Innsýn í tækifæri til vaxtar.

 • Skýrara aðgerðarplan.

 • Bætt líðan.

 • Aukin starfsánægja og starfstryggð.

3_edited.jpg
bottom of page