
RÚNA BJÖRG
Teymisþjálfari | PCC markþjálfi
Leiðbeinandi / Mentor í markþjálfanámi VIRKJA
Leiðbeinandi í námi í teymisþjálfun www.ornharaldsson.is/nam-teymisthjalfun


Markþjálfun er faglegt ferli þar sem markþjálfi og markþegi vinna saman í uppbyggilegu og traustu samstarfi með það að markmiði að efla vitund, skýrleika og árangur. Markþjálfun samkvæmt ICF (e. International coaching federation) byggir á því að maðurinn sé heill, skapandi og fullfær um að finna sínar eigin lausnir, ef hann fær rými, speglun og rétt verkfæri. Markþjálfun snýst því ekki um að fá ráð, heldur að uppgötva nýtt sjónarhorn, greiða flækjur, sjá valkosti og stíga markviss skref í átt að því sem skiptir máli.
Hvað einkennir markþjálfun?
-
Samstarf á jafningjagrundvelli. Markþjálfi er ekki sérfræðingur í lífi eða starfi markþegans – heldur sérfræðingur í ferlinu. Við mætumst sem jafningjar og vinnum saman í gegnsæju, virku og heiðarlegu samstarfi.
-
Skýr og örugg tenging. Tryggt er faglegt rými þar sem trúnaður, heiðarleiki og öryggi eru í fyrirrúmi. Við byggjum upp traust sem gerir þér kleift að skoða hugsanir, langanir og áskoranir af hreinskilni og með þinni eigin rödd að leiðarljósi.
-
Spurningar sem víkka sjóndeildarhringinn. Í stað þess að segja þér hvað þú eigir að gera, styð ég þig í að skilja: hvað þú vilt - hvað stendur í vegi - hverjir valkostirnir eru - hvaða skref eru raunhæf og mikilvæg. Þessi vitundarsköpun er kjarninn í breytingu sem endist.
-
Framtíðarsýn og ábyrgð. Við vinnum með það sem þú getur haft áhrif á – hér og nú og inn í framtíðina. Aðgerðir, eftirfylgni og ábyrgð er hluti af ferlinu; þannig verður hugmynd að breytingu og breyting að árangri.

Hvers vegna markþjálfun?
Markþjálfun skapar rými sem flest okkar fá sjaldan – rými þar sem við getum hugsað, skoðað og hlustað á okkur sjálf án truflunar eða dóms.Það er í slíku rými sem breytingar eiga sér stað – ekki af því að einhver segir okkur hvað við eigum að gera, heldur af því að við skiljum loksins hvað við viljum gera og hvernig við ætlum að gera það.
Hvernig fer markþjálfun fram?
1. Upphafssamtal – væntingar og markmið
Við byrjum á stuttu samtali þar sem þú deilir því sem þú vilt vinna með.
Við stillum saman væntingar og skoðum hvort markþjálfun henti vel á þessum tímapunkti.
Ef samhljómur er, skilgreinum við ramma og markmið tímabilsins.
2. Markviss samtöl – skýrleiki, innsýn og ábyrgð
Við hittumst reglulega, annaðhvort í eigin persónu eða á netinu.
Í samtölunum beiti ég spurningum, speglun og faglegum verkfærum sem styðja þig í að:
-
greina hvað skiptir raunverulega máli
-
sjá fleiri möguleika og valkosti
-
taka skref sem byggja upp sjálfstyrkingu og festu
Þetta er rými þar sem þú getur hugsað á dýptinni, æft heiðarleika við sjálfa(n) þig og fundið lausnir sem eru þínar eigin.
3. Aðgerðir og eftirfylgni – breyting sem endist
Að loknum hverjum tíma mótum við skref sem þú tekur á milli funda.
Í framhaldinu rýnum við hvernig gengur, hvað lærðist og hvað þarf að aðlaga.
Þannig verður breytingin sjáanleg, mælanleg og varanleg.
4. Lokamat og áframhald
Í lok tímabils förum við yfir árangur, lærdóm og hvaða verkfæri þú tekur með þér áfram.
Ef þú vilt vinna með ný markmið eða halda áfram að dýpka þroska og leiðtogafærni mótum við framhald út frá þínum þörfum.
Hvers vegna ættirðu að velja markþjálfun hjá mér?
Ég byggi mína nálgun á:
-
faglegri þekkingu á leiðtogafærni, teymisþróun, verkefna- og mannauðsstjórnun
-
reynslu úr rekstri, íþróttum og starfi með teymum og einstaklingum
-
skýrri, markvissri og hlýrri nálgun sem styður þig án þess að stýra þér
-
hæfni til að hlusta djúpt, sjá mynstur og spegla það sem þú sérð kannski ekki sjálf/ur
Fyrir mér er markþjálfun samvinnuferli þar sem orðlaus innsýn, heiðarleg viðvera og réttar spurningar geta opnað leiðir sem þú vissir ekki að væru til.
Markmiðið mitt er ekki að þú þurfir mig – heldur að þú treystir þér.
Þegar þú stendur sterk/ur, skýr og sjálfri/um þér trú/r, hefur markþjálfunin skilað sínu.
Ef þú vilt vita meira, ræða þín markmið eða bóka markþjálfun er þér velkomið að hafa samband.
📧 Tölvupóstur: runa@virkja.is
📞 Sími: +354 8657993
