top of page
White Minimalist Elegant Handwritten LinkedIn Banner (Facebook Cover)-7.png
_56A2092 - Edited.png
Hlutverk teymisþjálfa

Aðstoða við að byggja upp árangursríkt teymi sem vinnur að sameiginlegu markmiði með traust og góð samskipti að leiðarljósi.

Það sem ég hef að bjóða

Þar sem er vilji þar er vegur

Eftir að hafa starfað við styrktarþjálfun íþróttaliða í áratug skil ég hversu krefjandi það getur verið að stilla strengi innan teyma og finna leiðir til þess að tryggja að vöxtur og þróun eigi sér stað, bæði hjá einstaklingum og teymi í heild. Með markvissri teymis- og markþjálfun legg ég mitt að mörkum og aðstoða bæði teymi og einstaklinga við að finna sinn farveg í átt að dýnamíkinni sem fyrirfinnst í árangursríkum teymum

Hafðu samband svo við getum hafist handa!

1

Teymisþjálfun

Er samskapandi ígrundunarferli með teymi um dýnamík þess og tengsl, sem hvetur teymið til að hámarka eiginleika sína og möguleika, svo það nái markmiðum sínum og tilgangi (ICF 2020)​.

2

Markþjálfun

Markþjálfun er fyrir alla sem vilja hámarka möguleika sína til vaxtar og árangurs. Markþjálfun er samræðuferli milli markþega og markþjálfa þar sem vitundarsköpun markþegans leiðir til nýrra lausna og tækifæra.

3

Námskeið og erindi

Teymi, vellíðan og árangur

Hvernig nýtast eiginleikar markþjálfunar inn á vinnustöðum?

Væntanlegt:

Þjónandi forysta og samskipti í teymum

ICF_Member.png
associate-certified-coach-acc.png

"Mér fannst Rúna alveg strax ná mér (á mjög góðan hátt).  Mér leið eins og hún væri bara að bíða eftir mér með opinn faðminn og þannig varð ég strax svo tilbúin í verkefnið, þetta traust, öryggi og að mæta skilningi.

Hún  hefur náð að leiðbeina mér gríðarlega mikið, hjálpað mér að opna augun mín, stækka sjóndeildarhringinn og kafa ofan í hluti sem ég þurfti að horfast í augu við til að hámarka mína eigin getu. Með hennar leiðsögn hef ég náð að beisla kraftinn sem býr innra með mér og finna honum góðan farveg." 

Hildur Grímsdóttir
Sjúkraþjálfari

Hafðu samband

8657993

bottom of page